Skilmálar

VÖRUVERÐ & SENDINGAR
Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Virðisaukaskattur og annar kostnaður, fyrir utan sendingarkostnað, er innifalinn í öllum verðum og eru verðin gefin upp í íslenskum krónum, ISK. VSK númer Föndru ehf. er 40840.
Enginn kostnaður er við sendingar með TVGXpress á pöntunum yfir 15.000kr annars fer sendingagjald eftir hvert á að senda pakkann, en hægt er að fá sent í afhendingastaði TVGXpress,Flytjanda eða heim að dyrum. Pantanir eru sendar með TVGXpess og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar TVGXpress um afhendingu vörunnar. Afhendingatími er 2-5 virkir dagar.  Viðskiptavinir ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna. 
  Einnig er hægt að sækja allar pantanir í verslun okkar að Dalvegi 18 í Kópavogi og munum við senda staðfestingu þegar pöntun er tilbúin.
SKIL & ENDURGREIÐSLUR
Við skiptum vörum með ánægju ef þú ert með kassakvittun og bjóðum þá upp á að skipta í nýja vöru á móti eða inneignarnótu. Ekki er hægt að fá endurgreitt nema um gallaða vöru sé að ræða. Skilafrestur miðast við 14 daga frá afhendingu. Útsöluvöru er einungis skipt út fyrir aðra útsöluvöru. Athugið að ekki er hægt að skipta málningu, aukaefnum, skærum og göturum, blöðum, prjónum og heklunálum. Ef skila á metravöru vegna galla, verður að koma með ALLT efnið til baka, þó það sé klippt niður, til þess að fá nýtt.   
ÞJÓNUSTA & GÆÐI
Okkur er það efst í huga að viðskiptavinir okkar fá góða þjónustu, góðar vörur og séu ánægðir. Ef þér vanhugar eitthvað, ekki hika við að láta okkur vita og við reynum að finna út úr því í sameiningu. Endilega beinið öllum fyrirspurnum varðandi vefverslun að fondra@fondra.is.  
GREIÐSLULEIÐIR
Eins og er, er aðeins hægt að greiða með millifærslu í banka eða hafa samband við okkur og greiða símleiðis. Staðfesting á greiðslu verður að vera send á netfangið olafur@fondra.is til þess að pöntunin sé að fullu afgreidd og send til viðtakanda. Bráðlega verður hægt er að greiða með öllum helstu Debit- og Kreditkortum.  Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. 
 
PERSÓNUVERND
Föndra ber ábyrgð á öllum þeim persónulegu upplýsingum sem berast fyrirtækinu frá viðskiptavinum í gegnum heimsóknir og pantanir og er það okkar að tryggja öryggi þeirra upplýsinga. Þær persónulegu upplýsingar sem berast verða eingöngu notaðar til þess að tryggja afhendingu á vörum, hafa beint samband við viðskiptavini, og til að taka á móti greiðslum. 
Þessar upplýsingar verða eingögu aðgengilegar Föndru og Borgun. Aldrei munu upplýsingar viðskiptavina okkar fara í gegnum þriðja aðila. Viðskiptavinir hafa lagalegan rétt til þess að óska eftir skoðun á þeim gögnum sem til eru og einnig að óska eftir breytingum á þeim gögnum. 
 
LÖG OG VARNARÞING
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir  Héraðsdómi Reykjaness.