Spurningar & svör

Eftirfarandi eru algengar spurningar en við svörum öllum fyrirspurnum í gegnum facebook síðu okkar, tölvupóstinn fondra@fondra.is eða í gegnum síma 568-6500.


Hvað kostar meterinn af efni?

Öll verð á vefnaðarvöru miðast við 1 meter.

SENDIÐ ÞIÐ ÚT Á LAND?

Já, alveg sjálfsagt mál er að senda út á land með póstkröfu. Ganga verður frá greiðslu áður en sent er, en hægt er að greiða með símgreiðslu eða leggja inn á okkur. Allar upplýsingar um greiðslur fáið þið í síma 568-6500. Athugið að nokkra virka daga tekur að fá pakka afhenta.

Er hægt að panta heila stranga af efnum, heila pakka af garni eða aðrar vörur í magni?

Við erum með litakort yfir efni og garn hjá okkur niðrí búð og best er að hafa samband við okkur í síma í sambandi við pantanir. Við pöntum reglulega inn í úrvalið hjá okkur en geymum sjaldan heila stranga. Allar upplýsingar má fá með því að senda okkur tölvupóst á fondra@fondra.is eða hringja í síma 568-6500.

Varan mín er gölluð, hvað geri ég?

Við viljum tryggja að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og skoðum allar kvartanir með opnum hug. Ef vara er gölluð, endilega komið með hana niður í búð til okkar og við reynum eftir bestu getu að bæta fyrir hana. Ef metravara er gölluð verður að koma með ALLT sem keypt var en ekki búta af efninu til þess að fá nýtt í staðinn.